Gomasio

Kryddblöndur

  • dukka kryddblanda
  • Vegan: Já

Uppskrift

  • 1 dl svört sesamfræ
  • 1 dl möndlur
  • 3 nori þara blöð
  • 1 msk sjávarsalt flögur
  • 2 tsk wasabi duft
  • 1 tsk chili flögur
Hitið ofninnn í 170°C.

Setjið hneturnar og sesamfræin í ofnskúffu, dreifið úr þeim og ristið í um 5 mín.

Hrærið í blöndunni og ristið svo áfram í 5 mín.

Takið út og látið kólna.

Setjið möndlurnar í matvinnsluvél og malið gróflega. Bætið svo restinni af uppskriftinni út í og malið allt saman.
Passið bara að mala ekki of lengi svo þetta verði ekki að mauki.