Brauðbollur
Uppskrift
Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með smjöri sem
bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi
grænmetissúpu.
- 3 dl volgt vatn, 37/40°C
- 50g pressuger
- 100g smjör/jurtasmjör
- 1 tsk hrásykur
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- ½ kg fínt spelt, eða gróft til helminga
Skerið pressugerið í bita og setjið út í vatnið ásamt sykri, hrærið svo þetta leysist upp.
Bræðið smjörið við vægan hita, kælið svo það sé svona um 37/40°C , og hellið út í gerblönduna.
Bætið speltinu út í í nokkrum skömmtum, hnoðið vel saman, setjið deigið í skálina og látið hefast á volgum stað í um 30 mín.
Takið deigið úr skálinni og hnoðið aftur.
Formið um 18 miðlungsstórar bollur, setjið þær á bökunarplötu og látið hefast aftur í um 20/30 mín.
Bakið við 200°C í 15 mínútur.
Njótið!