Hrærð bláber
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 650 g bláber
- 1 dl hlynsíróp eða kókospálmasykur
- ½ - 1 tsk vanilluduft
Bláberin eru hreinsuð, skoluð og þurrkuð. Síðan eru þau sett í hrærivél ásamt sætunni og vanillunni. Allt hrært saman þar til bláberin eru frekar maukuð. Þetta er síðan fryst í passlegum skömmtum. Upplagt að nota í deserta.