Hátíðlegt kartöflusalat

Salöt og grænmeti

Uppskrift

Kartöflusalat sem passar vel með öllum hátíðlegum mat.

  • 1 kg kartöflur
  • ½ rauðlaukur, smátt saxaður 
  • 250g (1 krukka) Himneskt majónes - eða vegan mayo
  • 250g sýrður rjómi - eða vegan sýrður rjómi
  • 2 msk sætt sinnep
  • 1 msk rifin piparrót
  • 1 tsk malaður svartur pipar
  • 1-2 tsk hrásykur
  • 1 tsk eplaedik
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
Sjóðið kartöflurnar, kælið, afhýðið og skerið í þunnar sneiðar og setjið í stóra skál. (Það er líka hægt að nota forsoðnar kartöflur ef tíminn er naumur).

Afhýðið rauðlaukinn, saxið smátt og setjið í sömu skál og kartöflurnar.

Hrærið saman dressingunni, það er restinni af uppskriftinni. Hellið yfir kartöflurnar og laukinn.

Þetta salat geymist í 5-7 daga í kæli og verður bara betra með hverjum deginum.