Kjúklingabaunameðlæti

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Nei
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 1 krukka lífrænar kjúklingabaunir eða 3–4 dl soðnar
 • ½ stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • safinn úr 1 límónu
 • ¼ stk agúrka, skorin í tvennt eftir endilöngu og síðan í sneiðar á ská
 • 15 g steinselja, söxuð
 • 10 g basil, saxað
 • 5 g mynta, söxuð
 • 100 g avókadó (eða fetaostur, t.d. vegan)
 • 1 msk eplaedik
 • 2 msk jómfrúar ólífuolía
 • smá sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Setjið þunnt skornar lauksneiðar í skál, hellið yfir límónusafanum, blandið saman og látið standa í 5 mín. Bætið restinni af uppskriftinni út í og blandið öllu saman.