Sætkartöflubátar m/sýrðum kasjúhneturjóma
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 1 kg sætar kartöflur, skrúbbaðar og skornar í báta
- 1 msk harissa mauk – hægt að nota chili mauk
Skrúbbið sætu kartöflurnar með góðum grænmetisbursta, skerið í báta, setjið í skál og blandið saman við harissa maukið. Setjið í bökunarpappír í ofnskúffu, látið kartöflubátana þar í og bakið við 200°C í 30–40 mín. (lengd bökunartímans fer eftir stærð kartöflubátanna).
Sýrður kasjúrjómi
- 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2–4 klst
- 1 dl vatn eða kókosvatn
- ½ dl límónusafi
- 1 msk næringarger
- 1 tsk miso
- 1 tsk laukduft
- ¼ tsk sjávarsalt
-
⅛ tsk múskat
smá nýmalaður svartur pipar
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt og kekkjalaust.