Heimalagað rauðkál

Salöt og grænmeti Vetur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg. 

  • 500g rauðkál
  • 4 lífræn epli
  • 2 mandarínur (afhýddar)
  • 1-2 msk kókospálmasykur eða 4-5 döðlur
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 msk engiferskot eða 2 cm biti fersk engiferrót
  • 1 – 2 tsk sambal olek (má sleppa - inniheldur chili og gefur sterkt og gott bragð)
  • smá sjávarsalt

Skerið rauðkálið í frekar þunna strimla og setjið í pott.Afhýðið eplin og skerið í bita og bætið út í.Afhýðið mandarínurnar, og setjið rifin út í ásamt kókospálmasykri/döðlum, sítrónusafa, engifer, sambal olek og sjávarsalti.Hrærið í og merjið mandarínurifin til að fá vökva.Látið suðuna koma upp, hrærið reglulega í og látið sjóða við vægan hita í 30 mín.