Kókoshrísgrjón
- Auðvelt
- Vegan: Nei
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 3 dl hýðishrísgrjón
- 6 dl vatn
- 1 tsk sjávarsalt
- 1 dl ristað kókosmjöl
- 1 dl fetaostur, t.d. vegan
- ½ stk rauð paprika, skorin í litla teninga
- 2 stk vorlaukar, smátt saxaðir
- 2 msk smátt saxaður ferskur basil
- 2 msk smátt söxuð minta
- 2 msk smátt saxaður ferskur kóríander
- hýði af 1 límónu
- safi úr 1 límónu
Skolið hrísgrjónin og setjið þau í pott ásamt vatni og salti. Látið suðuna koma upp og látið bullsjóða í um 5 mínútur. Lækkið þá hitann og sjóðið í 30–45 mínútur, eða þar til hrísgrjónin hafa sogið í sig allan vökvann. Slökkvið þá undir og látið standa í 10 mínútur. Blandið restinni af uppskriftinni saman við hrísgrjónin.