Vegan borgari

Buff og falafel

 • 6 manns
 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi ljúffengi svartbaunaborgari er virkilega góður í hamborgarabrauði, borinn fram með rótarfrönskum og spicy vegan mayo (uppskrift finnið þið hér á vefnum undir meðlæti). Borgarinn er líka góður án brauðs, með góðu meðlæti eins og ofnbökuðu grænmeti og fersku salati.


 • olía til að mýkja upp úr 
 • 4 hvítlauksrif
 • 5 dl sveppir, í þunnum sneiðum
 • 2 ½ dl soðnar svartar baunir
 • 2 ½ dl soðnar augnbaunir
 • 2 dl bakaðar sætar kartöflur
 • 1 ½ dl möndlumjöl
 • 1 dl chiafræ, möluð
 • 1 msk reykt paprika, duft
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk laukduft
 • ½ tsk nýmalaður svartur pipar
Byrjið á að afhýða sætu kartöfluna og skera í litla bita.

Kryddið með smá olíu, salti og nýmöluðum svörtum pipar. 
Bakið í ofni við 200°C í 10 mín. 
Skerið sveppina í litla bita og saxið hvítlaukinn smátt, steikið upp úr smá olíu. 
Setjið alla uppskriftina í skál og hnoðið saman. 
Mótið 6 borgara sem þið setjið í kæli í um 30 mín. 

Steikið upp úr góðri olíu á pönnu við miðlungshita þar til þeir eru gullnir báðum megin.