Guacamole

Sósur, pestó og chutney

  • Auðvelt
  • Guacamole
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Heimalagað guacamole er svo gott og auðvitað ómissandi með mexíkóskum mat. Gott guacamole er líka frábært út á salöt, í skálar og sem ídýfa.

  • 2 avókadó 
  • 1-2 msk rauðlaukur 
  • 1 msk fínt saxaður ferskur chilipipar 
  • 25g ferskur kóríander 
  • 1 msk límónusafi (eða safinn úr ½ límónu) 
  • 1 hvítlauksrif, pressað 
  • ¼ tsk salt
Afhýðið avókadóið og stappið með gaffli, má hafa svolítið af grófari bitum. Saxið rauðlaukinn, chilialdinið og ferska kóríanderið smátt og blandið allri uppskriftinnin saman. Setjið inn í ísskáp í 10-15 mín. Geymist í 3-4 daga í loftþéttu íláti í kæli.