Rótarfranskar
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Litríkar rótarfranskar úr sætum kartöflum, rauðrófum og sellerírót, ásamt hefðbundnum kartöflum. Dásamlegar með spicy mayo (þið finnið uppskrift að vegan mayo hér á vefnum undir meðlæti).
- 2 bökunarkartöflur
- 1 meðalstór sæt kartafla, afhýdd
- 1 rauðrófa, afhýdd
- ½ sellerírót, afhýdd
- 2-3 msk kókosolía
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk laukduft
- 1 tsk sjávarsalt
- smá cayenne pipar
Skerið allt grænmetið í langa og mjóa stöngla, eins og franskar í laginu.
Setjið rauðrófufrönskurnar í skál með vatni í ca 5 mín, takið upp úr og þerrið.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið öllum frönskunum þar á.
Kryddið og dreifið kókosolíunni yfir.
Bakið við 180°C í 25 mín eða þar til frönskurnar eru fallega gylltar og bakaðar í gegn.
Berið fram með spicy mayo og njótið!