Ofnbakað grasker
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.
- 1 meðalstórt grasker, t.d. butternut
- smá sjávarsalt
- smá nýmalaður svartur pipar
- 2 msk kókosolía
Hitið ofninn í 190°C.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og skerið graskerið í þunnar sneiðar (ca ¼ cm á þykkt), raðið graskerssneiðunum á bökunarpappírinn.
Kryddið og setjið olíu yfir.
Bakið við 190°C í um 10 mín eða þar til graskerið hefur tekið gylltan lit. Bökunartíminn lengist ef graskerið er skorið í þykkar sneiðar en styttist ef sneiðarnar eru örþunnar.