Rifið rótarsalat

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

 • 300 g gulrætur, afhýddar
 • 200 g rauðrófur, afhýddar
 • 100 g græn epli, kjarnhreinsuð
 • 6 stk límónulauf, skorin í mjög þunna strimla
 • 1 stöngull sítrónugras, ystu blöðin fjarlægð

Rífið gulrætur, rauðrófur og epli á fínu rifjárni (einfalt að nota rifjárnið í matvinnsluvélinni) og setjið í skál. Skerið límónulaufin í örþunna strimla og bætið út í, fjarlægið ystu blöðin af sítrónugrasinu og saxið smátt, líka hægt að merja í mortéli og síðan að saxa smátt. Hellið dressingunni yfir og blandið öllu vel saman.

Dressing

 • 1 stk appelsína, afhýdd (hægt að nota 1 dl appelsínusafa)
 • 2 msk kaldpressuð jómfrúarolía
 • 2 cm biti ferskur engifer, smátt saxaður eða fínt rifinn
 • 1 msk rifið límónuhýði
 • 1 tsk balsamedik
 • 1 tsk hlynsíróp

Allt sett í blandara/matvinnsluvél og blandað vel saman. Hægt a hella í gegnum sigti eða spírupoka til að sigta trefjarnar frá. Þannig verður dressingin silkimjúk.