Brauðsalat

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Vegan brauðsalat
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

 • 1 dós soðnar kjúklingabaunir (230g)
 • 1 stórt avókadó eða tvö lítil
 • 2 msk sítrónusafi
 • 2 msk mayones
 • 2 tsk gróft sinnep, lífrænt
 • 2 msk sýrðar gúrkur, smátt saxaðar
 • 1 tsk jalapenjo, smátt saxað (má sleppa)
 • smá sjávarsaltflögur + svartur pipar
 • ½ dl sellerístilkur, smátt skorinn
 • ½ dl rauðlaukur, smátt skorinn
 • ½ dl rauð paprika, smátt skorin
 • ½ dl agúrka, smátt skorin
Stappið avókadó og kjúklingabaunir saman með gaffli.

Bætið sítrónusafa, mayo, sinnepi, sýrðum gúrkum og jalapenjo saman við, ásamt salti og pipar.

Bætið smátt skornu grænmetinu út í og smakkið til með salti og pipar.

Geymist í lokuðu íláti í kæli í 3 daga.

Berið fram með góðu brauði eða maískökum.