Sultaður laukur

Salöt og grænmeti

 • Auðvelt
 • Sultaður rauðlaukur
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Snögg sultaður rauðlaukur lyftir máltíðinni upp á hærra plan! Ótrúlega góður með allskonar mat, t.d. á borgarann, í vefjuna, í skálina, í salöt, ofan á brauð... 

 • 1-2 stk rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • 1 sítróna (lífræn), skorin í sneiðar
 • 2 msk eplaedik, lífrænt
 • 2 msk vatn
 • 2 msk hlynsíróp
 • 2 msk sítrónusafi
 • ½ tsk sjávarsalt

Skerið laukinn í þunnar sneiðar og sítrónuna í aðeins þykkari sneiðar. Setjið lauk og sítrónu í krukku. 

Hellið restinni af uppskriftinni yfir, setjið lokið á og hristið. Látið standa í smá stund. (Best að láta standa yfir nótt, þá er laukurinn orðinn algjört æði).

Geymist í kæli í heilan mánuð.