Steiktar döðlur
Uppskrift
Þessar steiktu döðlur eru dásamlegt að bera fram á meðan þær eru ennþá heitar, með smáréttum eins og hummus, pítubrauði, taziki, ólífum, ofnbökuðu eða fersku grænmeti. Þær eru líka rosalega góðar sem partur af kex og osta bakka.
- 18 döðlur
- 2-3 msk jómfrúar ólífuolía
- 2 msk pistasíu hnetur
- 1 msk límónuhýði
- ½ tsk sjávarsaltflögur
Steikið döðlurnar á pönnu við miðlungshita í 2-3 mín.
Bætið pistasíu hnetum út á og látið malla í u.þ.b. 2 mín í viðbót.
Stráið límónuhýði yfir ásamt sjávarsalt flögum og berið fram sem meðlæti með einhverju girnilegu eins og hummus, pítubrauði, fetaosti, taziki, ólífum, grænmeti. Eða með ostum og kexi.