Árstíðirnar


Hnetusteik m/linsum

Hnetusteikur Vetur

  • Hnetusteik með linsum

Uppskrift

Klassísk hnetusteik, frábær valkostur á hátíðarborðið.
  • 225g rauðar linsur, ósoðnar
  • 700ml vatn
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk currypaste
  • 2 tsk grænmetiskraftur 

  • 300g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar
  • 300g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar  
  • 1 meðalstór sæt kartafla (u.þ.b. 400g), afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • ½ sellerírót (u.þ.b. 250g), afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • 1 tsk rósmarín
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk salt
  • 1 msk avókadóolía  

  • 2 msk avókadóolía
  • 1 laukur, smátt skorinn
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 250g sveppir, skornir í sneiðar  

  • 2 gulrætur, rifnar á rifjárni
  • 4 msk tómatpúrra
  • 2-3 msk mangó chutney
  • 1 tsk grænmetiskraftur
  • 1 ½ tsk timían
  • ½ tsk salvía
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk cayenne pipar
Skolið rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk, currypaste og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20 mín eða þar linsurnar eru soðnar.

Á meðan linsurnar eru að sjóða, ristið hneturnar í ofninum 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar. Best er að rista 1 tegund í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél.

Skerið sætukartöflurnar og sellerírótina í 2x2 bita og setjið í ofnskúffu, kryddið með rósmarín, laukdufti og salti, skvettið 1 msk olíu yfir og bakið í ofni við 200°C í 18-20 mín. Látið kólna þegar búið að baka.

Hitið 2 msk olíu á pönnu og mýkið lauk og hvítlauk, bætið sveppunum við og látið steikjast í um 5 mínútur, léttsaltið. Látið kólna.

Setjið allt í skál, linsurnar, hneturnar, bakaða grænmetið, laukinn og sveppina og restina af uppskriftinni og hrærið saman.

Klæðið brauðform með bökunarpappír, við notuðum 11x24 cm form, setjið deigið í, lokið álpappír eða álíka yfir og bakið við 180°C í 40 mín. Takið lokið/álpappírinn af og steikina úr forminu, hvolfið henni á ofnplötu og klárið að baka í 10-15 mín.

Hnetusteikin þarf að standa í alla vega 10 mínútur áður en hún er skorin.

Okkur finnst frábært að búa steikina til deginum áður, baka hana og kæla svo og geyma í ísskáp. Daginn sem hún er borðuð skerum við steikina í sneiðar og bökum sneiðarnar í ofninum í 10 mín á hvorri hlið.