Árstíðirnar


Árstíðirnar

Fyrirsagnalisti

Hindberja ís - Ís Vetur

Þessi ljúffengi og ferski hindberja ís er frábær eftirréttur eftir góðan mat.

Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.

Ratatouille með kartöflumús - Pottréttir Vetur

Þetta dásamlega ratatouille er stútfullt af góðu grænmeti og passar einstaklega vel með ljúffengri heimalagaðri kartöflumús.
Framkvæmdin er einföld og frekar fljótleg, en gott er að hafa í huga að forbaka þarf kartöflurnar fyrir músina með góðum fyrirvara, en þær þurfa 1 - 1½ klst, til dæmis fínt að gera kvöldið áður og geyma í kæli.


Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.

Ofnbakað grasker - Salöt og grænmeti Vetur

Ofnbakað grasker í þunnum sneiðum er virkilega gott meðlæti.


Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Linsusúpa með engifer - Haust Súpur Vetur

Upplagt er að nota íslenskar gulrætur þegar þær fást, helst lífrænar, í þessa ljúfu súpu.  
          

Ristaðar möndlur - Snakk Vetur

Jólalegar möndlur. Sniðug heimagerð jólagjöf eða ljúffengt snarl á aðventunni og í jólaboðin. 

Baunasúpa m/grænmeti - Súpur Vetur

Hér höfum við ljúffenga baunasúpu, í grænmetisútgáfu. Ekkert saltkjöt, bara baunir, túkall.

Brauðbollur - Brauð og bakstur Vefjur og brauð Vetur

Fátt er betra en volgar nýbakaðar bollur, smurðar með jurtasmjöri sem bráðnar aðeins. Þessar bollur er tilvalið að bera fram með ilmandi grænmetissúpu.   

Vegan súkkulaði rjómi - Bollur Krem Vetur

Tilvalin fylling í bolludags bollur.


Glassúr - Bollur Krem Vetur

Tilvalinn á bolludagsbollur

Súkkulaði og hnetukaramellu bollur - Bakstur Bollur Vetur

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

Fylltar bollur - Bakstur Bollur Vetur

Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.

Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri

Jóla ostakaka - Vetur

Þessi jólalega ostakaka er dásamleg í desember.

Piparkökur úr spelti - Vetur

Bragðgóðar piparkökur úr spelti.

Fylltar konfektkúlur - Vetur

Ef þú ert hrifin af dökku súkkulaði og hnetum þá er þetta konfekt eitthvað fyrir þig.

Rúsínukökur - Smákökur Vetur

Vegan smákökur úr Himnesku hráefni. Kókosinn og rúsínurnar fara svo vel saman í þessum dásamlegu smákökum. 

Vegan kökur innblásnar af Sörum - Smákökur Vetur

Sörur eru vinsælar á aðventunni, þegar smákökur eru bakaðar af miklum móð á mörgum íslenskum heimilum. 

Þau sem hafa valið sér vegan lífsstíl, eða hafa ofnæmi fyrir eggjum, borða þó ekki klassískar sörur.
Okkur langaði að spreyta okkur á því að baka eggjalausar kökur sem væru innblásnar af sörum. Eftir smá tilraunastarfssemi fæddist þessi uppskrift og kökurnar eru svaaakalega góðar.

Kökurnar eru eins og áður sagði innblásnar af sörum, en bragðast auðvitað ekki nákvæmlega eins, enda annað hráefni notað. Tilfinningin er samt mjög góð... ...að finna þunnan súkkulaðihjúpinn brotna undan tönnunum, sökkva svo í dásamlegt kaffikrem og enda í mjúkum og pínu karamellukenndum möndlubotni. Fullkomnun!

Jóla krans - Tófú Vetur

Jólakransinn er hátíðlegur grænmetisréttur. Tilvalinn fyrir þau sem vilja tilbreytingu frá hnetusteik eða wellington.
Rétturinn stendur alveg einn og sér, en fer einnig vel með hefðbundnu jólameðlæti eins og waldorfsalati, rauðkáli, grænum baunum ofl.

Hægt er að búa til einn stóran hring á fallegu fati fyrir veisluborðið. Önnur leið er að raða fallega beint á minni diska, eins og á veitingastað. 

Smákökur - Smákökur Vetur

Ljúffengar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni.


Hnetusteik m/linsum - Hnetusteikur Vetur

Klassísk hnetusteik, frábær valkostur á hátíðarborðið.

Hnetusteikur vefja - Hnetusteikur Vefjur Vetur

Milli jóla og nýárs eru oft til allskyns afgangar af jólamat. Rauðkál, grænar baunir, hnetusteik og ýmislegt fleira gott má finna í ísskápnum. Gaman er að breyta afgöngum í nýja máltíð sem gefur aðra stemningu en sjálfur hátíðamaturinn og bragðast aðeins öðruvísi.

Hér gefum við uppskrift að einni vefju, en einfalt er að stækka uppskriftina.

Konfektmolar - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu marsípanmolar eru einfaldir og ljúffengir. Gott nammi til að eiga í frystinum.

Lakkrís kókos smákökur - Smákökur Vetur

Rosalega góðar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni, að mestu.


Sveppasósa - Sósur, pestó og chutney Vetur

Sveppasósa er einstaklega góð með grænmetisbuffi eða hnetusteik og hindberjasultu.


Heimalagað rauðkál - Salöt og grænmeti Vetur

Rauðkál er klassískt meðlæti við hátíðarborðið. Heimalagað er auðvitað málið, enda einfalt að útbúa. Þessi uppskrift er mjög bragðgóð og hátíðleg. 

Hnetusmjörskúlur - Sælgæti Vetur

Þessir dásamlegu hnetusmjörsmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir. Tilvalið föndur fyrir fjölskyldustund. 

Hnetusteik í graskeri - Hnetusteikur Vetur

Skemmtileg aðferð til að bera fram hnetusteik.
Fyrir uppskrift að heimalagaðri hnetusteik smellið á hlekkinn hér.
Annars mælum við með Hagkaups steikinni, ef þið viljið kaupa tilbúna. 


Vegan Tartalettur - Ofnréttir Vetur

Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að útbúa tartalettur úr afgöngum eftir góða veislu. Hér höfum við vegan útgáfuna.


Súkkulaði smákökur - Smákökur Vetur

Frábærar jólakökur fyrir þá sem eru hrifnir af súkkulaði. Bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. 


Fljótleg innbökuð hnetusteik - Hnetusteikur Vetur

Fyrir þá sem vilja bjóða upp á vegan valkost á hátíðarborðið, en hafa ekki tíma til að elda hnetusteik frá grunni. Við mælum með Hagkaups steikinni.


Granóla - Vetur

Þessi uppskrift er algjör lúxus. Gott er að nota heimagert súkkulaði granóla út  á margt, t.d. á jógúrt, chiagraut, hafragraut og meira að segja líka út á ís og deserta.
Þetta granóla hentar vel sem jólagjöf, því það er dásamlegt á jóladags morgun.

Hafraklattar - Smákökur Vetur

Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.

Möndlu biscotti - Smákökur Vetur

Tvíbökur með möndlum eru gerðar til að dýfa í góðan drykk, til dæmis kaffi, te eða kakó.
Frábærar að eiga á aðventunni, og notaleg heimagerð jólagjöf.
Við notuðum lífrænt Himneskt hráefni í þessar kökur.


Ekta heitt súkkulaði - Heitir drykkir Vetur

Ekta heitt súkkulaði er dásamlegt með piparkökum eða smákökum í skammdeginu og jólaundirbúningnum. Í þessa uppskrift notum við dökkt 71% súkkulaði sem gefur ríkulegt súkkulaðibragð, en hefur minna hlutfall sykurs en hefðbundið bökunarsúkkulaði og er því hóflega sætt á bragðið. Þeir sem vilja vegan kakó nota vegan rjóma, t.d. hafrarjóma, þeytta kókosmjólk eða annan jurtarjóma.


Sörukaka - Kökur Vetur

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.