Árstíðirnar


Granóla

Vetur

  • Granóla
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þessi uppskrift er algjör lúxus. Gott er að nota heimagert súkkulaði granóla út  á margt, t.d. á jógúrt, chiagraut, hafragraut og meira að segja líka út á ís og deserta.
Þetta granóla hentar vel sem jólagjöf, því það er dásamlegt á jóladags morgun.

  • Sósan

  • 1 dl kakóduft
  • ¾ dl kókosolía
  • ¾ dl agavesíróp
  • 1 tsk vanilla
  • ½ tsk kanill
  • Þurrefnin

  • 6 dl tröllahafrar
  • 5 dl kókosflögur
  • 3 dl saxaðar möndlur eða kasjúhnetur eða þínar uppáhalds hnetur
  • 3 msk chiafræ
  • ½ dl hrásykur (má sleppa ef þið viljið minna sætt.. en munið, þetta er spari granóla)
Blandið hráefninu fyrir sósuna í sér skál (eða hitið aðeins í potti og hrærið saman).



Setjið öll þurrefni í stóra skál. 



Hellið sósunni yfir þurrefnin og blandið vel saman, passið að sósan fari yfir allt hráefnið.



Setjið bökunarpappír á 2 ofnskúffur.
Dreifið vel úr blöndunni, passið að ekki séu of stórir klumpar.



Bakið við 160°C á blæstri í u.þ.b 10 - 15 mín. Hrærið í á um 5 mín fresti. (Ofnar eru alltaf aðeins misjafnir, fylgist vel með að granólað brenni ekki við og metið aðeins hversu lengi það þarf að vera inni).



Látið granólað alveg kólna áður en sett í krukkur til að haldist stökkt og gott. 

Ef þið viljið bæta rúsínum, trönuberjum eða öðrum þurrkuðum ávöxtum út í er best að bæta þeim við eftir á.