Árstíðirnar


Hafraklattar

Smákökur Vetur

  • Auðvelt
  • Hafraklattar úr lífrænu hráefni
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Notalegt er að baka góðgæti eins og hafraklatta í skammdeginu. Þessir eru úr lífrænt ræktuðum höfrum og spelti.

  • 110g vegan smjör
  • 200g hrásykur
  • 3 msk agavesíróp
  • 1 tsk vanilluduft eða dropar
  • 1 ½ b haframjöl
  • 1 b spelt (t.d. fínt og gróft til helminga)
  • 1 b kókosmjöl
  • 1 tsk matarsódi
  • ¾ tsk sjávarsaltflögur
  • 1 tsk kanill

Hitið ofninn í 180°C.

Byrjið á að þeyta saman vegan smjöri og hrásykri í hrærivél þar til það blandast vel saman.

Bætið sírópi og vanillu út í.

Á meðan þetta er að þeytast, setjið haframjöl, spelt, kókosmjöl, matarsóda, sjávarsalt og kanil í skál og blandið saman.

Bætið þurrefnunum saman við sykurblönduna og hrærið þar til þetta blandast vel saman.

Skiptið deiginu í 12 hluta ef þið viljið stórar kökur, en 20 ef þið viljið minni.

Mótið kúlur, setjið á bökunarplötu og létt þrýstið kúlunum niður (ekki fletja út). Hafið gott bil á milli, þið þurfið 2 plötur fyrir þessa uppskrift.

Bakið í 12-15 mínútur.

Takið út og látið kólna í amk 10-15 mín, og þá verða kökurnar stökkar og girnilegar.