Árstíðirnar


Möndlu biscotti

Smákökur Vetur

  • Miðlungs
  • Vegan biscotti Heimagerð jólagjöf
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Tvíbökur með möndlum eru gerðar til að dýfa í góðan drykk, til dæmis kaffi, te eða kakó.
Frábærar að eiga á aðventunni, og notaleg heimagerð jólagjöf.
Við notuðum lífrænt Himneskt hráefni í þessar kökur.


  • 2 b fínt spelt
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • 2/3 b hrásykur
  • 1/3 b kókosolía
  • 1 tsk vanilluduft
  • ½ tsk möndludropar
  • 1/3 b eplamauk
  • 1 b ristaðar möndlur
Byrjið á að rista möndlurnar, við 200°C í 4 mínútur. Kælið.

Stillið svo ofninn á 175°C.

Setjið sigti yfir skál og sigtið spelt, lyftiduft og sjávarsalt saman.

Í aðra skál, hrærið saman hrásykri og kókosolíu, hrærið smá stund til að hjálpa sykrinum að leysast upp. Bætið vanillu, möndludropum og eplamauki út í og hrærið saman.

Hellið þurrefnablöndunni út í og hrærið saman í deig, bætið möndlunum út í og hnoðið þær inn í deigið.

Skiptið deiginu í tvennt, látið bökunarpappír á bökunarplötu, mótið 2 hleifa, ca 10 cm breiða og bakið í 30 mínútur.

Takið út úr ofninum og látið kólna í 10-15 mín.
Skerið þá hleifana í um 2 cm þykkar sneiðar sem eru lagðar á bökunarplötuna með sárið upp.
Bakið í 12 mínútur, snúið á hina hliðina og bakið áfram í 12 mínútur.
Látið alveg kólna svo þær verði stökkar og góðar.

Best er að dýfa kökunum í heitan drykk eins og kaffi eða te, því þær verða svo dásamlega mjúkar þannig. Annars geta þær verið svolítið harðar undir tönn.