Árstíðirnar


Ekta heitt súkkulaði

Heitir drykkir Vetur

  • 2-3 manns
  • Auðvelt
  • Ekta vegan súkkulaðidrykkur
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ekta heitt súkkulaði er dásamlegt með piparkökum eða smákökum í skammdeginu og jólaundirbúningnum. Í þessa uppskrift notum við dökkt 71% súkkulaði sem gefur ríkulegt súkkulaðibragð, en hefur minna hlutfall sykurs en hefðbundið bökunarsúkkulaði og er því hóflega sætt á bragðið. Þeir sem vilja vegan kakó nota vegan rjóma, t.d. hafrarjóma, þeytta kókosmjólk eða annan jurtarjóma.


  • 100g dökkt súkkulaði (71%)
  • 6 dl mjólk að eigin vali, t.d. haframjólk
  • hafrarjómi eða kókosmjólk til að þeyta 
  • (eða rjómi að eigin vali)
Saxið súkkulaðið niður og setjið í pott ásamt 1 dl haframjólk. Hitið við vægan hita og hrærið í á meðan súkkulaðið bráðnar. Hellið restinni af mjólkinni út í og hitið. Nú er súkkulaðið tilbúið. Ef ykkur finnst það mega vera sætara má hræra 1 tsk af hlynsírópi eða annarri sætu út í. 

Hellið í glös. Hellið annað hvort smávegis af kaldri haframjólk út í til að kæla, eða setjið ykkar uppáhalds þeytta rjóma út á, t.d. þeyttan hafrarjóma.

Þeytt kókosmjólk er líka vinsæl í vegan góðgæti:
Geymið dós af kókosmjólk inn í ísskáp. Feitari parturinn stífnar og skilst frá þynnri vökvanum. Takið feita hlutann (geymið restina til að nota í matreiðslu, bakstur eða í smoothie) og hrærið hann aðeins upp áður en hann er settur í rjómasprautu með gashylki, eða þeyttur í hrærivél í nokkrar mínútur. Mörgum finnst gott að bragðbæta með vanillu eða smá sykri, það er smekksatriði. Njótið!