Árstíðirnar


Hnetuturnar með rótarmús

Hnetusteikur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Hnetusteik er vinsæll hátíðarréttur. Hægt er að gera eina stóra steik, eða margar litlar, eins og þessa hnetuturna. Turnarnir eru toppaðir með rótarmús og krydduðum pekanhnetum. 



  • Hnetuturn:
  • 2 msk góð olía
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 3 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 sellerístilkar, smátt skornir
  • 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 100g spínat, saxað
  • 200g soðnar rauðar linsur
  • 450g blandaðar hnetur, þurristaðar á pönnu eða í ofni og gróft saxaðar (t.d. 150g af: heslihnetum, kasjúhnetum og pekanhnetum)
  • 200g hnetusmjör
  • 100g möndlumjöl
  • 100g rifinn daiya ostur (eða annar ostur) 
  • 1 ½ tsk timian þurrkað eða 1 ½ msk ferskt
  • ½ tsk salvía þurrkuð eða ½ msk fersk
  • ¼ tsk múskat
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1 tsk grænmetiskraftur
  • ½ tsk chili flögur 

  • Rótarmús:
  • 1 sellerírót, afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • 1 sæt kartafla, afhýdd og skorin í 2x2 cm bita
  • 3 gulrætur, skornar i 2x2 cm bita
  • ½ dl vatn
  • ½ tsk paprikuduft + 1 tsk töfrakrydd (frá Pottagöldrum) + smá salt
  • Blandið öllu saman í ofnskúffu og bakið í ofni við 200°C í 12-15 mín. 

  • Pekanhnetur:
  • 100g pekanhnetur
  • 2 msk hlynsíróp
  • ½ tsk kanill
  • ½ tsk chiliflögur eða ¼ tsk cayenne pipar

Hnetuturnar:

Byrjið á að sjóða linsur í potti. 

Hitið olíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn þar á í um 5-7 mín.

Bætið þá sellerí og papriku út á og haldið áfram að láta þetta malla í aðrar 5-7 mín. 

Bætið söxuðu spínati út á og hrærið í um 1 mín. Takið af hellunni og látið kólna. 

Setjið soðnar rauðar linsur í hrærivélaskál ásamt hnetunum, hnetusmjörinu, möndlumjölinu, daiyaostinum og kryddinu og hrærið saman. 

Bætið laukblöndunnu út í og klárið að hræra saman. 

Mótið hringlótta “turna” ca 10 cm í þvermál og 3 cm á hæð og bakið við 200°C í um 15 – 20 mín. 




Rótarmús:

Maukað í skál og smá kókosolía eða ólífuolía sett út í til að gera músina mýkri. 




Pekanhnetur:

Setjið hlynsíróp á pönnu ásamt kryddinu og hrærið í.

Bætið hnetunum út á og látið veltast á pönnunni í um 2-3 mín – hrærið stöðugt því annars brennur þessi dásemd. 

Setjið 2 cm lag af rótarmús ofan á hnetuturninn og skreytið með krydduðum pekanhnetum.