Árstíðirnar


Sörukaka

Kökur Vetur

 • Söru kaka Risa sara
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi kaka er innblásin af vegan sörum, hún er tilvalin ef tíminn er af skornum skammti.


 • Botn

 • 2 b (225g) möndlumjöl
 • ½ b (140g) hlynsíróp
 • 3 msk (50g) möndlusmjör
 • ½ tsk vanilla
 • smá sjávarsaltflögur

  Fylling

 • 260g vegan smjör
 • 150g malaður hrásykur (hægt að nota flórsykur)
 • ½ tsk kaffiduft
 • 25g kakóduft

  Súkkulaði

 • 100g 71% súkkulaði
 • 1 msk vegan smjör

Botninn:

Setjið allt í hrærivél og hrærið saman. Þjappið í form (ca 20-25cm þvermál) og bakið í 15-20 mín við 180°C 
Kælið.

Fyllingin:

Malið hrásykurinn fínt í matvinnsluvél/blandara/kryddkvörn til að fá svipaða áferð og flórsykur. Gott að skella instant kaffiduftinu með í lokin, þá malast það fínna í leiðinni.
Best er að taka vegan smjörið beint úr kælinum og skera í bita.
Setjið kalt smjör, malaðan sykur og kaffiduft og kakóduft í hrærivél og þeytið með þeytara. (Hægt að nota matvinnsluvél ef þið eigið ekki hrærivél).
Smyrjið á botninn og setjið í kæli á meðan þið bræðið súkkulaðið sem fer yfir kremið

Súkkulaðihjúpur:

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið vegan smjör út í til að gera kremið aðeins mýkra.
Hellið yfir kökuna og látið í frysti/kæli á meðan súkkulaðið stífnar.