Árstíðirnar
Fyrirsagnalisti
Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor
Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.
Jarðaberja baka - Ávextir Haust Kökur Sumar
Nú eru íslensku jarðaberin komin í búðirnar, og tilvalið að útbúa jarðaberjaböku til að bera fram með góðum ís.
Valhnetu kaffi kaka - Kökur Vetur
Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.
Sólberjakökur m hvítu súkkulaði - Bakstur Haust Kökur
Þessar mjúku kökur með hvítu súkkulaði og sólberjum eru dásamlegar volgar úr ofninum.
Til að fá smá jafnvægi í kökurnar notum við líka tófú og rauðrófur, en
hvíta súkkulaðið, sólberin og kryddin gefa samt sem áður bragðið.
Sultan sem er notuð getur verið heimagerð eða keypt, má vera annarskonar sulta en sólberjasulta. Mjög gott er að hella smávegis af sólberjasultu yfir kökurnar þegar þær eru bornar fram.
Berjadraumur - Ávextir Bakstur Haust Kökur
Í þessa berjapæju má nota rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni, t.d. góða berjablöndu.