Fyrirsagnalisti
Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim.
Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.
Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.
Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri