Árstíðirnar


Árstíðirnar

Fyrirsagnalisti

Kanilsnúðar - Bakstur Brauð og bakstur Haust Vetur

Í skammdeginu er tilvalið að baka mjúka kanilsnúða og fá ljúfan ilm í eldhúsið. Þessir snúðar eru vegan og því er notuð kókosolía í staðinn fyrir smjör. Þeir sem vilja fá smjörkeim geta notað vegan smjör, t.d. frá Earth balance í staðinn, það kemur mjög vel út. Við völdum kókospálmasykur í fyllinguna því okkur finnst hann blandast sérlega vel með kanilnum og gefa góðan keim. 

Súkkulaði og hnetukaramellu bollur - Bakstur Bollur Vetur

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

Fylltar bollur - Bakstur Bollur Vetur

Mjúkar gerbollur úr lífrænu spelti.

Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri

Sólberjakökur m hvítu súkkulaði - Bakstur Haust Kökur

Þessar mjúku kökur með hvítu súkkulaði og sólberjum eru dásamlegar volgar úr ofninum. Til að fá smá jafnvægi í kökurnar notum við líka tófú og rauðrófur, en hvíta súkkulaðið, sólberin og kryddin gefa samt sem áður bragðið.

Sultan sem er notuð getur verið heimagerð eða keypt, má vera annarskonar sulta en sólberjasulta. Mjög gott er að hella smávegis af sólberjasultu yfir kökurnar þegar þær eru bornar fram.


Berjadraumur - Ávextir Bakstur Haust Kökur

Í þessa berjapæju má nota rifsber, sólber og jarðaber úr garðinum, eða einfaldlega frosin ber úr búðinni, t.d. góða berjablöndu.