Árstíðirnar


Bolludags bollur

Bakstur Bollur Vetur

  • 15 manns
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

  • Speltbollur:
  • 475 ml jurtamjólk
  • 50g kókosolía eða (vegan) smjör
  • 3 msk (um ½ dl) agavesíróp
  • 1 pk (11g) þurrger
  • 1 tsk vanilla
  • ½ tsk sjávarsalt
  • 600g fínt spelt


  • Ofan á:
    Brætt súkkulaði eða glassúr ( uppskrift hér )

  • Inn í hverja bollu:
  • rifið marsípan
  • eplamús
  • fersk ber
  • jurtarjómi

Skerið jurtasmjörið í litla bita og setjið í pott með jurtamjólkinni, hlynsírópinu og vanillu. Hrærið í á meðan smjörið bráðnar, takið af hellunni og kælið svo þessi blanda verði um 37°C.

Þegar blandan hefur kólnað niður í 37°C hellið henni í hrærivélaskál, stráið þurrgerinu yfir og látið standa í um 15 mín.


Blandið speltinu og saltinu út í og hrærið saman. Látið standa á frekar hlýjum stað með viskastykki yfir skálinni svo það geti hefast í um 20-30 mín.

Þar sem þetta deig er klístrað þá finnst okkur gott að nota ískúluskeið til að móta um 15 bollur sem eru settar á bökunarpappír á ofnplötu.
Látið bollurnar hefast aftur í svona 20 mín á plötunni áður en þær eru settar í ofninn.
Bakast við 190°C í um 20 mínútur.




Þegar bollurnar hafa kólnað er gott að skera þær í sundur, setja ykkar uppáhalds fyllingu á milli, t.d. þeyttan rjóma/jurtarjóma, sultu, eplamús, rifið marsípan, fersk ber.

Ofan á er tilvalið að bræða súkkulaði eða smyrja með glassúr. Uppskrift að glassúr finnið þið hér .