Árstíðirnar


Árstíðirnar

Fyrirsagnalisti

Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.

Rabarbari og grasker - Salöt og grænmeti Sumar

Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.

Jarðaberja þeytingur - Ís Sumar

Þessi jarðaberjaþeytingur er svo ljúffengur, frábær sumardesert.

Útivistar stykki - Orkustykki Sumar

Mjög einföld og góð orkustykki til að taka með í útivist. Sniðugt að nota þær hnetur, möndlur og fræ sem þið eigið til heima.

Grænmetisbuff m/kapers sósu - Buff og falafel Sumar

Þessi buff eru frábær með sumarlegu dill og kapers sósunni okkar. Tilvalið að bera fram með fersku salati.

Í þessi buff er hægt að nota hefðbundið tófú, eða heimagert linsutófú - sjá uppskrift: Linsutófú

Jarðaberja baka - Ávextir Haust Kökur Sumar

Nú eru íslensku jarðaberin komin í búðirnar, og tilvalið að útbúa jarðaberjaböku til að bera fram með góðum ís.

Pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Vorlegt pastasalat


Kúrekakássa úr kjúklingabaunum - Pottréttir Sumar

Einföld máltíð sem er sniðug þegar við viljum eitthvað fljótlegt en gott. Til dæmis tilvalið að græja í útilegu yfir prímusnum.Gott að bera fram með góðu brauði, t.d. naan brauði, pítubrauði eða í vefju.


Mojito íspinnar - áfengislausir og lífrænir - Ís Sumar

Sérlega einfaldir og sumarlegir frostpinnar. 

Hundasúrupestó - Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

Grískt pastasalat - Pasta og pizzur Sumar

Þessi máltíð er frábær þegar tíminn er naumur. Einfalt, fljótlegt og gott. Passlegt fyrir tvo, en auðvelt að stækka uppskriftina fyrir fleiri.


Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. 

Sætkartöflubátar - Salöt og grænmeti Sumar

Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole

Heimalagað límonaði - Kokteilar Sumar

Heimalagað límónaði með engifer og mintu er svalandi sumardrykkur.

Heimagerð BBQ sósa - Sósur, pestó og chutney Sumar

Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.

Hálfmánar með sætkartöflufyllingu - Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér.