Árstíðirnar


Heimagerð BBQ sósa

Sósur, pestó og chutney Sumar

  • Auðvelt
  • Bbq-sosa
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Heimalöguð BBQ sósa er frábær með góðum grillmat.

  • 2,5 dl tómatsósa, lífræn
  • 6 msk eplaedik, lífrænt
  • 2 msk sítrónusafi
  • 3 msk kókospálmasykur
  • 1 msk tamari sósa
  • 2 msk sinnep, lífrænt
  • 1 tsk reykt paprika
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk chili duft
  • ¼ tsk liquid smoke – má sleppa og auka á reyktu paprikuna í staðinn
Setjið allt í pott, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í um 5 mín.
Kælið