Árstíðirnar


Árstíðirnar

Fyrirsagnalisti

Rabarbara og jarðaberja sulta - Sultur Vor

Sultan sem við deilum með ykkur í dag er blanda af rabarbara og jarðaberjum, okkur finnst bragðið fara dásamlega vel saman. Sultuna notum við ofan á ristað brauð, í hjónabandssælur og kökur, en uppáhaldið okkar er eiginlega að setja smá slettu út á morgungrautinn eða út á jógúrt. Svo er líka gott að hafa hana eins og sósu með köku eða ís.

Við notum jarðarber á móti rabarbaranum til að gera sultuna sætari, án þess að nota hefðbundið magn sykurs. Snjallt er að nota frosin jarðarber, þau eru bæði ódýrari en fersk og oft eru þau einnig sætari á bragðið.

Þar sem sultan inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist hún ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.


Rabarbara eftirréttur - Kökur Sumar Vor

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.

Rabarbara- og jarðaberjasulta - Vor

Í þessa uppskrift má nota aðra ávexti þegar rabarbarar og jarðaber fást ekki. Hægt er að sjóða rabarbarana ef vill, en einnig má nota ferska eða frosna ávexti í þessa sultu.

Mangó ís - Ís Vor

Ljúffengur og einfaldur mangóís.


Salthnetubitar - Sælgæti Vor

Konfektgerð er skemmtileg fyrir páska. Þessir dásamlegu salthnetumolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.

Kókosmolar - Sælgæti Vor

Þessir dásamlegu kókosmolar eru sérlega einfaldir og ljúffengir.


Súkkulaði sætt m/döðlum - Sælgæti Vor

Í þessa uppskrift að páskasúkkulaði notum við döðlur í staðinn fyrir hreinan sykur til að gefa sætt bragð. Virkilega gott súkkulaði úr lífrænt ræktuðu hráefni. Hægt er að gera alveg hreina súkkulaðimola, eða bæta allskyns góðgæti við eins og ristuðum hnetum og fræjum eða rúsínum, ef vill. 

Graskers salat - Salöt og grænmeti Vor

Frábært meðlæti.

Orkukúlur - Orkustykki Sælgæti Vor

Þessar einföldu orkukúlur eru frábært nesti í útivistina. Þær eru líka upplagt nammi og virkilega ljúffengar með kaffinu.