Árstíðirnar


Rabarbara eftirréttur

Kökur Sumar Vor

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Ef þið eigið rabarbara í garðinum er upplagt að nýta hann í ljúffengan eftirrétt, með haframjöli og kanil. Bestur borinn fram volgur með góðum ís eða þeyttum jurtarjóma.

Rabarbaralag

 • 300 - 400 g rabarbari (u.þ.b)
 • ¾ dl hrásykur
 • 1 vanillustöng, skorin í tvennt eða 
 • 1 tsk vanilludropar

Skerið rabarbarann í þunnar sneiðar og setjið í botninn á eldföstu móti ásamt kókospálmasykri og vanillu. Látið standa á meðan deigið er útbúið. (Heyrst hefur að sælkerar hafi prófað að bæta söxuðu súkkulaði við rabarbarablönduna.. ekki getur það skemmt fyrir). 


Mulningur

 • 75g spelt
 • 100g haframjöl/tröllahafrar
 • 60g heslihnetur, malaðar eða saxaðar
 • 70g hrásykur
 • 1 tsk kanill
 • ¾ tsk sjávarsalt
 • ¾ dl kókosolía
 • 1 msk ólífuolía

Blandið öllu saman í skál og hnoðið þar til klístarast. Ef deigið er of þurrt má bæta örlítilli auka ólífuolíu útí. Setjið deigið ofan á rabarbarann. Bakið við 165°C í 30 mín, eða þar til rabarbarinn er orðinn mjúkur og mulningurinn gylltur.  Berið fram með góðum ís eða þeyttum hafrarjóma eða ykkar uppáhalds rjóma.