Árstíðirnar


Rabarbari og grasker

Salöt og grænmeti Sumar

 • 5 mínútur
 • 20 mínútur
 • Auðvelt
 • Rabarbari og grasker
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Rabarbari er ekki bara góður í sultur og deserta, hann er einnig afbragðs góður í matargerð. Hér bökum við hann í ofni ásamt graskeri, en það má líka nota sæta kartöflu í staðinn fyrir graskerið. Þetta er gott sem meðlæti eða jafnvel uppistaða í gott sælkerasalat. Nú er um að gera að stökkva út í garð og grípa nokkra fallega rabarbaraleggi í matinn.

 • ¼ grasker, skorið í þunna bita
 • 4 grannir rabarbarstilkar, skornir í bita
 • kókosolía
 • sjávarsaltflögur
 • chiliflögur

Skerið grasker og rabarbara í þunna bita.

Veltið upp úr örlítilli kókosolíu, kryddið með sjávarsaltflögum og chili.

Bakið graskersbitana við 200°C í 15 mín

Bætið svo rabarbarabitum við og bakið áfram í 5 mín.

Berið fram sem meðlæti með góðri máltíð eða setjið út á matarmikið salat.