Hindberja ís
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Þessi ljúffengi og ferski hindberja ís er frábær eftirréttur eftir hátíðarmatinn, fyrir ykkur sem viljið eitthvað ferskt og sætt eftir ríkulega máltíð.
Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.
Mjög einfaldur og fljótlegur að útbúa.
- 350g frosin hindber
- 50g hrásykur
- 150 ml rjómi, t.d. vegan rjómi
- 1 tsk vanilludropar
Byrjið á að setja frosin hindber í matvinnsluvél ásamt hrásykrinum, ýtið á “pulse” nokkrum sinnum.
Bætið vegan rjómanum og vanilludropunum útí og klárið að blanda þar til ísinn
verður kekklaus.
Setjið í form og inní frysti í ca 30-60 mín. Þá er ísinn tilbúinn og auðvelt að
nota kúluskeið til að skammta hann. Ef ísinn frýs í gegn, þá er gott að skera hann í sneiðar þegar borinn er fram.