Árstíðirnar


Fylltar eggaldinrúllur

Ofnréttir

  • Miðlungs
  • Fylltar eggaldinrúllur
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ljúffengar eggaldinrúllur með vegan pestó fyllingu. Þessar rúllur eru rosalega góðar á hátíðarborðið! Geta bæði verið aðalréttur með góðu meðlæti, eða verið meðlæti með góðum aðalrétt. 


  • 2 eggaldin 
  • 2 msk jómfrúarólífuolía 
  • ½ tsk salt 
  • nýmalaður svartur pipar 
  • 50g smátt saxaður kóríander 
  • 50g ristaðar kasjúhnetur 
  • 1 msk sítrónusafi 
  • 1 hvítlauksrif 
  • 4 smátt saxaðar döðlur 
  • ½ smátt saxaður chili 
  • 200g vegan rjómaostur (t.d. violife) eða þinn uppáhalds mjúki ostur
Skerið eggaldin í ½ cm þunnar sneiðar eftir endilöngu.
Penslið með ólífuolíu og kryddið með smá salti og nýmöluðum svörtum pipar. 
Stillið ofninn á 200°C. Setjið eggaldinsneiðarnar á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið þar til þær hafa fengið á sig gullinbrúnan lit.
Takið út og látið aðeins kólna. 

Blandið saman í matvinnsluvél öllu nema osti og eggaldin, með því að ýta á "pulse"-hnappinn. Myljið ostinn út í og ýtið nokkrum sinnum á "pulse"-hnappinn. 

Skerið eggaldinsneiðarnar í tvennt eftir endilöngu svo þetta verða um 2 cm mjóar ræmur. 
Setjið 1 msk af fyllingu á endann á hverri eggaldinræmu.
Rúllið upp, raðið rúllunum í eldfast mót. 
Bakið í 5-10 mínútur við 190°C. 
Berið fram með því meðlæti sem ykkur lystir.