Árstíðirnar


Rabarbara- og jarðaberjasulta

Vor

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Í þessa uppskrift má nota aðra ávexti þegar rabarbarar og jarðaber fást ekki. Hægt er að sjóða rabarbarana ef vill, en einnig má nota ferska eða frosna ávexti í þessa sultu.

  • 3 bollar jarðaber
  • 1 ½ bolli rabarbari
  • 4 msk agavesíróp eða hunang
  • 4 msk chiafræ, möluð í kryddkvörn

Setjið allt í blandara og blandið vel saman, hellið á krukkur og setjið inn í ísskáp, chiafræin þykkja sultuna í ísskápnum.  Geymist í ísskáp í uþb.10 daga - sniðugt að frysta í minni skömmtum og taka út þegar á að nota sultuna.