Spicy vegan mayo
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
- 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
- 1 dl vatn
- 3 döðlur
- 2 msk sítrónusafi
- 1-2 msk sambal oelek eða annað chilli mauk
- 1 hvítlauksrif
- 1 tsk laukduft
- smá sjávarsalt
- nýmalaður svartur pipar
Hellið íbleytivatninu af kasjúhnetunum. Setjið allt í blandara og blandið þar til alveg kekklaust. Geymist í a.m.k. 5 daga í loftþéttu íláti í ísskáp.