Árstíðirnar


Hálfmánar með sætkartöflufyllingu

Brauð og bakstur Ofnréttir Sumar

  • Miðlungs
  • Ljúffengir hálfmánar með sætkartöflufyllingu og kóríander chutney
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Nei
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Þessir hálfmánar eru rosalega góðir. Flottur aðalréttur með salati og góðu spicy mayo, en líka handhægir í nesti eða lautarferð. Fyrir þá sem eru að flýta sér má kaupa tilbúið pizzadeig eða bökudeig, en það er samt ekkert mál að útbúa sitt eigið eftir uppskriftinni hér. 

  • Sætkartöflufylling: 
  • 350g sætar kartöflur í teningum (bakið í ofni)

  • 100g rjómaostur (vegan)
  • 60g þurristaðar pekanhnetur, gróft saxaðar

  • 1 dl kóríander chutney (sjá uppskrift)

  • 1 tsk cayenne pipar

  • sjávarsaltflögur

  • Kóríander chutney:
  • 1 búnt ferskur kóríander (ca 25g)
  • 3-4 mintublöð

  • 1-2 msk engiferskot
  • 1 grænn chilli, saxaður

  • 2 msk sítrónusafi
  • 2 msk rauðlaukur, afhýddur og gróft saxaður

  • 100g ristaðar kókosflögur

  • 2 hvítlauksrif

  • 1 tsk cuminduft
  • 200 ml jómfrúarólífuolía

  • Hálfmánadeig:
  • 440g spelt (fínt og gróft til helminga)

  • 2 tsk vínsteinslyftiduft

  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 3 msk jómfrúarólífuolía
  • 
325-350 ml heitt vatn

Forhitið ofninn í 180°C. Skerið sætar kartöflur niður og bakið í 20-30 mín.

Fyrir kóríander chutney:
Á meðan sætu kartöflurnar bakast, útbúið kóríander chutney. Setjið allt hráefnið í kóríander chutney í matvinnsluvél og maukið gróft. 


Fyrir sætkartöflufyllinguna:
Þegar sætu kartöflurnar eru tilbúnar, setjið allt hráefnið í sætkartöflufyllinguna í skál og “klípið” eða hrærið saman.


Fyrir hálfmánadeigið:
Setjið þurrefnin í skál og blandið saman, bætið olíu og vatni út í og hnoðið.
Stráið smá spelti á borðið og fletjið deigið út.
Notið eitthvað hringlaga, t.d. undirskál eða lítinn kökudisk til að skera út hringina. Það fer eftir stærðinni á hringnum hvað þið fáið marga hálfmána.
Gott er að nota disk sem er u.þ.b. 12 cm í þvermál, þá fáið þið u.þ.b. 12 hálfmána úr þessu deigi.
Setjið 2 msk af fyllingu á annan helminginn af hringnum, skiljið eftir 1 cm að kantinum svo hægt sé að loka. Lokið hálfmánanum og notið annað hvort fingurna eða gaffal til að þrýsta deiginu saman.


Bakið við 200°C í 12-14 mín eða þar til hálfmánarnir hafa fengið gylltan lit.
Gott að vefja þeim inn í viskastykki til að halda rakanum í deiginu.