Árstíðirnar


Sætkartöflubátar

Salöt og grænmeti Sumar

 • Auðvelt
 • Sætkartöflubátar
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Sætkartöflubátar eru frábært meðlæti en einnig dásamlegir einir og sér með góðri sósu, eins og vegan mayo eða góðu guacamole
 • 500g sætar kartöflur (lífrænar m hýði) 
 • 1 msk kókosolía 
 • ½ tsk laukduft 
 • ½ tsk hvítlauksduft 
 • ½ tsk paprikuduft, ef vill
 • sjávarsaltflögur

Skerið sætu kartöflurnar í báta. Ef þið eruð t.d. með sætar kartöflur í nettari kanntinum er hægt að skera hverja kartöflu í tvennt og svo aftur í tvennt og svo einu sinni enn, sem sagt 8 bátar hver kartafla. Það fer eftir stærð hvaða aðferð er best. 
Það getur verið gott að hafa skál eða pott með köldu vatni og setja kartöflubátana jafnóðum ofan í vatnið og leyfa þeim að hvíla í smástund í vatninu. Má sleppa.

Setjið bátana í skál (hellið vatninu af ef þær lágu í bleyti), hellið kryddinu (geymið saltið þar til eftir bökun) yfir ásamt kókosolíu og blandið. Raðið nú bátunum á ofnplötu með bökunarpappír og bakið við 200°C í 30-40 mín. Tíminn fer eftir þykkt og stærð bitanna, en þið sjáið þegar bátarnir eru tilbúnir. Gott er að setja blásturinn á síðustu 5 mínúturnar og einnig má alveg snúa bátunum einu sinni við, eða hræra aðeins í þeim.

Takið úr ofninum og saltið eftir smekk. Njótið.