Árstíðirnar


Krækiberjabökur

Haust Kökur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Bökubotn

  • 5 dl möndlur
  • 1 dl kakóduft
  • 2 dl döðlur, smátt saxaðar
  • 1 dl apríkósur
  • 1 tsk vanilluduft
  • ⅛ tsk sjávarsalt

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Deigið er tilbúið þegar það loðir saman. Skiptið deiginu í fernt. Notið fjögur 10-12 cm bökuform með lausum botni. Þrýstið deiginu niður í formin og setjið inn í frysti á meðan verið er að búa til fyllinguna. Athugið að hægt er að nota eitt 23-26 cm bökuform í staðinn fyrir fjögur lítil.


Vanillufylling

  • 2 ¼ dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
  • ¾ dl hlynsíróp
  • 2 msk kókosolía
  • 1 tsk vanilluduft
  • salt af hnífsoddi

Setjið allt hráefnið í blandara og látið ganga þar til maukið er alveg silkimjúkt og kekkjalaust. Það er líka hægt að nota matvinnsluvél.


Krækiberjaþekja

  • 4 dl krækiber
  • 2-3 msk hlynsíróp

Blandið berjum og sírópi saman og setjið ofan á vanillufyllinguna.