Árstíðirnar


Pastasalat

Pasta og pizzur Sumar

  • Auðvelt
  • Kalt pastasalat

Uppskrift

Vorlegt pastasalat


  • 250g heilhveiti eða spelt penne
  • 100g agúrkur, skornar í 1x1 cm bita
  • 100g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 100g soðnar kjúklingabaunir
  • 50g fetaostur, t.d. vegan feta
  • nokkrar ólífur
  • 25g rúkóla
  • 15g graslaukur, saxaður
  • 15g ferskt basil, blöðin notuð
  • 50g ristaðar hnetur að eigin vali
  • dressing:

  • ½ dl ólífuolía
  • 3 msk sítrónusafi
  • 1 tsk sinnep
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 tsk ítölsk kryddblanda
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk chiliflögur
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum, þegar það er soðið er best að kæla það alveg.

Á meðan pastað er að sjóða, setjið allt sem á að fara í dressinguna í krukku með loki og hristið saman.

Skerið svo grænmetið og finnið allt til í salatið.

Setjið kælt pastað í skál ásamt restinni af uppskriftinni og hellið olíunni yfir.

Ef þið takið þetta með í útileguna, geymið olíuna sér, og geymið einnig kryddjurtirnar og hneturnar sér.
Hellið svo yfir rétt áður en þið berið fram, svo salatið verði sem ferskast.