Árstíðirnar


Hundasúrupestó

Hummus og álegg Sósur, pestó og chutney Sumar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Hundasúrur er gaman að tína upp í munn, en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar í matargerð, okkur finnst þær hið mesta sælkerahráefni. Hér höfum við sumarlegt súrupestó sem er gott út á salöt, pasta, pizzur eða sem álegg á brauð.

  • 100g kasjúhnetur
  • 2 vænar lúkur af hundasúrum
  • 6-8 sólþurrkaðir tómatar í ólífuolíu
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk sjávarsalt, flögur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 - 1 ½ dl kaldpressuð lífræn jómfrúarólífuolía

Ristið kasjúhneturnar og maukið síðan allt saman í matvinnsluvél