Grískt pastasalat
- 2 manns
- Auðvelt
Uppskrift
Himnesktu pastaskrúfurnar eru gerðar úr spelti/heilhveiti sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna.
Grískt pastasalat
- 150g lífrænar pastaskrúfur, ósoðnar
- 6 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
- ⅓ agúrka, skorin í passlega munnbita
- 10 svartar ólífur
- 1 avókadó, skorið í passlega munnbita
- ½ lítill rauðlaukur
- 75g fetaostur, vegan fetaostur fæst í flestum stórmörkuðum
- hvítlauksolía, magn eftir smekk
Byrjið á að sjóða pastað. Setjið 1.5 L af vatni í pott og saltið. Pastað er svo sett í pottinn þegar suðan er komin upp. Gætið þess að vatnið fljóti vel yfir. Sjóðið í 7 mínútur. Gott er að hræra aðeins í pottinum svo að pastað festist síður saman. Þegar pastað er tilbúið er best að hella vatninu af strax.
Útbúið hvítlauksolíuna á meðan pastað er að sjóða. Allt hráefnið í olíuna er sett í blandara og blandað.
Skerið svo niður gúrku, tómata, avókadó og rauðlauk.
Setjið soðið pasta í skál, blandið grænmetinu, ólífunum og fetaostinum við og hellið smávegis af hvítlauksolíunni út á. Njótið!
Hvítlauksolía
- 1 ½ dl jómfrúar ólífuolía
- 2 hvítlauksrif
- smá steinselja, ef vill
- ½ rauður chili
- ½ daðla eða ½ tsk hlynsíróp
- ¼ tsk sjávarsaltflögur
Allt sett í blandara og blandað saman.
Gott er að geyma afganginn í krukku í kæli og nota með allskonar mat.