Útivistar stykki
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
Uppskrift
- 250g aprikósur
- 250g döðlur
- 300g fræ og hnetur
Byrjið á að þurrrista fræin og hneturnar, í 3-4 mínútur á pönnu. Kælið.
Setjið ristuðu fræin/hneturnar í matvinnsluvél ásamt mórberjunum og grófmalið, t.d. með því að ýta á “pulse” nokkrum sinnum.
Hellið þessu í skál.Setjið síðan döðlur og aprikósur í sigti og hellið sjóðandi vatni yfir (ekki láta standa í vatninu, bara hella yfir). Þetta gerir þær mýkri og auðveldari að eiga við. Skerið síðan í litla bita, setjið í matvinnsluvél og maukið.
Bætið maukinu út í skálina með fræjunum og hnetunum og hnoðið saman.
Látið bökunarpappír í form, þjappið deiginu í formið, skerið með hníf í passlegar stærðir og setjið inn í frysti í ca 2 klst. eða lengur, allt eftir því hversu þykkt þetta er. 1 ½ cm er mjög passleg þykkt.
Gott er að raða orkustykkjum í nestisbox og setja bökunarpappír á milli.