Árstíðirnar


Pasta með grænkálspestó

Pasta og pizzur Sumar

  • 3-4 manns
  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Nei

Uppskrift


  • 300-400g heilhveiti pastaskrúfur
  • heimalagað grænkálspestó
  • ½ krukka sólþurrkaðir tómatar
  • jurtaostur eða ostur ef vill 

Sjóðið pastaskrúfur eftir leiðbeiningum á pakkanum. Útbúið grænkálspestó á meðan skrúfurnar malla. Berið pastað fram með grænkálspestói og tómötum semisecchi. Sumum finnst gott að bæta vegan osti eða osti út á. 

Grænkálspestó

  • 5 grænkálsblöð (takið stilkinn af)
  • ólífur
  • 50g heslihnetur(ristið eða bakið) 
  • döðlur, smátt saxaðar 
  • 1 hvítlauksrif 
  • smá sjávarsalt 
  • safi og hýði af 1 sítrónu (lífrænni) 
  • ½ - ¾ dl jómfrúarólífuolía

Byrjið á að rista eða baka heslihneturnar við vægan hita. Setjið svo allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél eða morter og maukið/merjið. Setjið í skál og hrærið ólífuolíunni út í. Smakkið til með sjávarsalti og meiri sítrónusafa ef vill.

Njótið!