Fylltar bollur
- Vegan: Já
Uppskrift
Súkkulaði er sett inn í deigið áður en bollurnar eru bakaðar. Þær eru síðan bornar fram með niðurskornum jarðaberjum og þeyttum hafrarjóma. Lokið má skreyta með flórsykri
- Fylltar bollur
3 dl volgt vatn, ca 37/40°C - 50g pressuger
- 100g jurtasmjör/smjörlíki
- 3 msk lífrænn hrásykur
- 1 tsk vanilla
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- ½ kg fínt spelt
- Fylling: 2 bitar 71% súkkulaði inn í hverja bollu
- Bornar fram með:
- jarðaber, niðursneidd
- þeyttur jurtarjómi, AITO hafrarjómi þeytist mjög vel í hrærivél
- Ofan á:
- flórsykur, ef vill
Skerið pressugerið í bita og setjið út í vatnið ásamt sykri og vanillu, hrærið svo þetta leysist upp.
Bræðið jurtasmjörið við vægan hita, kælið svo það sé svona um 37/40°C , hellið út í gerblönduna.
Bætið speltinu út í í nokkrum skömmtum, hnoðið vel saman, setjið deigið í skálina og látið hefast á volgum stað í um 30 mín.
Takið deigið úr skálinni og hnoðið aftur, skiptið deiginu í 18 kúlur sem þið fletjið út (hægt að nota kökukefli) svo hver og ein verði ca ½ cm þykk og um 10 cm í þvermál, þetta verða eins og litlar pönnukökur.
Setjið 2 súkkulaði bita í miðjuna á hverri “pönnukökunni”, brjótið kantana yfir súkkulaðið og lokið, snúið sárinu niður og látið bollurnar hefa sig aftur í um 25/30 mín á bökunarplötu.
Bakið við 200°c í 15 mínútur.Þegar bollurnar hafa kólnað, skerið í tvennt og fyllið með niðurskornum jarðarberjum og þeyttum jurtarjóma.
Gott er að sigta svolítinn flórsykur yfir lokið.