Árstíðirnar


Súkkulaði og hnetukaramellu bollur

Bakstur Bollur Vetur

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Vegan bolludags bollur úr lífrænt ræktuðu spelti með hnetukaramellu og súkkulaðirjóma.

    Bollur 

    3 dl volgt vatn, ca 37/40°C
    50g pressuger 

    100g jurtasmjör

    3 msk lífrænn hrásykur
    1 tsk vanilla 

    ½ tsk sjávarsaltflögur
    ½ kg fínt spelt

    Sölt karamella 

    4 msk möndlu- eða hnetusmjör (eða 50/50) 

    ⅔ dl kókosolía 

    1 ¼ dl hlynsíróp 

    6 döðlur, smátt saxaðar 

    1 tsk sjávarsaltflögur

    Súkkulaðirjómi 

    1 peli Willja jurtarjómi 

    50g  71% súkkulaði frá Himneskt, brætt yfir vatnsbaði

    Glassúr 

    50g jurtasmjör
    150g flórsykur
    3 msk kakóduft – eða brætt 71% súkkulaði
    ½ tsk vanilla 

    ½ tsk sjávarsaltflögur


Bollur
Skerið pressugerið í bita og setjið út í vatnið ásamt sykri og vanillu, hrærið svo þetta leysist upp.
Bræðið jurtasmjörið/smjörlíkið við vægan hita, kælið svo það sé svona um 37/40°C, hellið út í gerblönduna.
Bætið speltinu út í í nokkrum skömmtum, hnoðið vel saman, setjið deigið í skálina og látið hefast á volgum stað í um 30 mín.
Takið deigið úr skálinni og hnoðið aftur. Formið um 18 miðlungsstórar bollur, setjið þær á bökunarplötu og látið hefast aftur í um 20/30 mín.
Bakið við 200°C í 15 mínútur

Sölt karamella
Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og blandið vel saman.





Súkkulaði "rjómi"
Þeytið jurtarjómann.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Kælið súkkulaðið í smá stund og hrærið síðan saman við rjómann.


Glassúr
Bræðið jurtasmjörið og hrærið restinni af uppskriftinni út í.