Valhnetu kaffi kaka
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Þessi kaka er mjög góð með kaffinu. Við notum döðlur, valhnetur, ólífuolíu, gríska jógúrt, spelt og fleira gott hráefni í kökuna. Svo hellum við kaffiglassúr yfir áður en hún er borin fram.
- Kakan
- 200g döðlur, skornar í litla bita
- 150 ml sterkt kaffi, heitt
- 1 dl ólífuolía
- 1 dl grísk jógúrt (t.d. frá sojade)
- 1 tsk vanilludropar
- 100g púðursykur
- 225g spelt
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk sjávarsaltflögur
- 100g valhnetukjarnar, þurristaðir, saxaðir (geymið 5 heila kjarna til að skreyta með)
- Krem
- 2 b flórsykur
- 5 msk smjör, t.d. jurtasmjör
- 3 tsk instant kaffiduft
- 3 msk sjóðandi vatn
Setjið niðurskornar döðlur, kaffi, ólífuolíu, jógúrt og vanilludropa í blandara/matvinnsluvél og blandið/maukið saman.
Blandið þurrefnunum saman og hellið síðan döðlublöndunni út í og blandið varlega saman.Setjið bökunarpappír í brauðform, hellið deiginu í og bakið við 175°C í 50-55 mín.
Fyrir kremið:
Leysið instant kaffduftið upp í sjóðandi vatni, setjið flórsykurinn í hrærivélaskál og bætið smjörinu og kaffinu út í og hrærið saman.Bætið meira vatni út í ef með þarf.
Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið með heilum, ristuðum valhnetukjörnum.