Vegan Tartalettur
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að útbúa tartalettur úr afgöngum eftir góða veislu. Hér höfum við vegan útgáfuna.
- Uppstúf:
- 25 g lífrænt spelt, fínt malað
- 25 g vegan smjör
- 250 ml jurtamjólk að eigin vali
- 1 tsk hrásykur
- ½ tsk gróft sinnep
- sjávarsalt og hvítur pipar (eða svartur)
- Fyllingin:
- 350g soðnar kartöflur
- 50g Oumph! - Salty & Smoky
- 50g grænar baunir, t.d. frosnar
Uppstúf:
Bræðið vegan smjörið/smjörlíkið í potti, hrærið speltinu saman við þannig að úrverði smjörbolla. Bætið jurtamjólkinni rólega úti og hrærið stanslaust svo það myndist ekki kekkir. Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið á meðan. Kryddið með sinnepi, sjávarsalti og pipar og látið sjóða áfram í 1 mín.Fyllingin:
Afhýðið kartöflurnar og skerið í litla bita. Skerið oumphið í litla bita, setjið smá olíu á pönnu og steikið í nokkrar mínútur, hrærið stöðugt í svo það brenni ekki – látið aðeins kólna.Samsetning:
Blandið öllu saman í skál og hellið uppstúfinu yfir (þið setjið það magn sem ykkur finnst fullkomið). Fyllið tartaletturnar og bakið í ofni þar til þær verða gylltar og girnilegar. Passlegt að baka við 180°C