Árstíðirnar


Baunasúpa m/grænmeti

Súpur Vetur

  • Miðlungs
  • Sprengidags baunasúpa
  • Vegan: Já

Uppskrift

Hér höfum við ljúffenga baunasúpu, í grænmetisútgáfu. Ekkert saltkjöt, bara baunir, túkall.

  • Baunasúpan

  • 1 b rauðar linsur
  • 1 b gular baunir
  • 1 ½ msk ólífuolía
  • 1 lítill púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • ½ tsk reykt paprika
  • ½ tsk timian
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • 1 ½ msk grænmetiskraftur
  • 4 b vatn
  • Grænmetið

  • 2 rófur, afhýddar og skornar í báta
  • 4 gulrætur, skerið endana af og síðan í bita
  • 1 tsk grænmetiskraftur
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 100g hvítkál, skorið í þunnar sneiðar
  • 1 ½ msk ólífuolía
  • ¼ tsk reykt paprika
  • ¼ tsk timian
  • ¼ tsk sjávarsaltflögur
  • ¼ tsk hrásykur

Baunasúpan

Skolið baunirnar og leggið í bleyti í sömu skál yfir nótt eða um 12 klst.
Skolið vel og hellið útbleytivatninu af.

Hitið olíu í potti, setjið púrruna út í og látið mýkjast í 2-3 mín, bætið reyktri papriku og timian út á og látið malla í 2-3 mín í viðbót.

Bætið baununum út í og hrærið saman, hellið vatninu út í ásamt salti og grænmetiskrafti og látið suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp, lækkið hitann og látið sjóða við lægsta hita sem viðheldur suðunni þar til þið eruð komin með þykktina á baunasúpunni sem þið viljið. 1 ½ klst er ágætis viðmið.
Hrærið í annað veifið svo brenni ekki við.
 

Grænmetið

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp, setjið rófur og gulrætur út í sjóðandi vatnið, kryddið með grænmetiskrafti og sjávarsalti og látið sjóða þar til grænmetið er soðið.

Á meðan grænmetið er að sjóða, hitið olíu á pönnu og steikið hvítkál og lauk þar til það verður gyllt á litinn. Kryddið með papriku, timian, hrásykri og salti þegar þið eruð u.þ.b. hálfnuð að steikja. Hrærið í annað veifið svo brenni ekki við.
 
Berið fram og njótið.