Árstíðirnar


Ristaðar möndlur

Snakk Vetur

 • Auðvelt
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Jólalegar möndlur. Sniðug heimagerð jólagjöf eða ljúffengt snarl á aðventunni og í jólaboðin. 

 • 4 dl möndlur

 • ¼ dl agavesíróp 

 • 1 tsk cayenne pipar
 • 
1 tsk kanill
 • 
½ tsk sjávarsalt

Hrærið saman sírópi og kryddi. Veltið möndlunum upp úr þessu og setjið á ofnplötu og bakið við 200°C í 4-6 mín. Leyfið möndlunum að kólna áður en þær fara ofan í krukku.